Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Segja AstraZeneca að standa við samninga

epa08956718 European Commission President Ursula von der Leyen during a press conference after a video summit of the European Council members, in Brussels, Belgium, 21 January 2021. EU member countries' heads of states and governments agreed on keeping the intra-EU borders open although restrictions on non-essential travel are an option in order to combat the spread of the pandemic Sars-CoV-2 coronavirus and its variants.  EPA-EFE/OLIVIER HOSLET / POOL
 Mynd: EPA-EFE - EPA POOL
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er farin að þrýsta á stjórnendur lyfjafyrirtækisins AstraZeneca um að standa við fyrirheit um afhendingu bóluefna til sambandsins. Evrópusambandið samdi snemma við AstraZeneca um fjármögnun rannsókna fyrirtækisins og kaup á bóluefni þess. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu nýlega að Evrópusambandið fengi færri bóluefnaskammta í fyrstu en stefnt hefði verið að. Þetta sætta forsvarsmenn ESB sig ekki við og krefjast þess að fyrirtækið standi við samninga. 

 

Eric Mamer, talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði á blaðamannafundi að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar, hefði hringt í forstjóra AstraZeneca. Hún hefði minnt hann á að Evrópusambandið hefði lagt fyrirtækinu til mikið fé einmitt til að tryggja nóg framboð af bóluefnunum, jafnvel áður en formlegt leyfi Lyfjastofnunar ESB lægi fyrir.

Bóluefnið hefur ekki verið samþykkt í Evrópusambandinu en lyfjastofnun sambandsins fjallar um það á föstudag.