Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Grikkir og Tyrkir ræða um landhelgi og auðlindir

25.01.2021 - 09:13
Erlent · Asía · Grikkland · Tyrkland · Evrópa
epa08957735 A little boy play with scooter in front of the Greece Consulate on Istiklal Street in Istanbul, Turkey, 22 January 2021. Turkey and Greece will resume talks aimed at reducing tensions between the neighbors on 25 January 2021, Turkish and Greek officials announced on 18 January, following this summer's dispute over maritime borders and energy rights in the eastern Mediterranean.  EPA-EFE/SEDAT SUNA
Drengur á hlaupahjóli fyrir framan skrifstofur ræðismanns Grikklands í Istanbúl. Mynd: EPA-EFE - EPA
Í morgun hófust í Istanbúl í Tyrklandi viðræður Grikkja og Tyrkja um landhelgi og auðlindir á austanverðu Miðjarðarhafi. Þetta er í fyrsta sinn í næstum fimm ár sem fulltrúar ríkjanna ræða þessi mál augliti til auglitis.

Tyrkir hafa sent skip til rannsókna og gasleitar á svæði sem bæði Grikkir og Kýpverjar gera tilkall til og hefur það aukið spennuna milli ríkjanna. Ekki er búist við miklum árangri af viðræðunum í Istanbúl en vonast er til að þær verði til að draga úr spennunni.