Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Eitt kórónuveirusmit innanlands í gær

25.01.2021 - 11:06
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Eitt kórónuveirusmit greindist innanlands í gær og var viðkomandi í sóttkví. Ekkert smit greindist á landamærunum en tvö í seinni skimun eftir komu til landsins. Beðið er niðurstöðu þess hvort tvö sýni séu virk. 

Nýgengi innanlandssmita er nú 9,3 og nýgengi landamærasmita er 15,0. Alls voru tekin 515 sýni innanlands og 432 við landamærin.

Nú eru 64 í einangrun með COVID-19 og 128 í sóttkví. Alls liggja 17 á sjúkrahúsi en frá upphafi faraldursins hafa 5.990 greinst með COVID-19 hér á landi.