Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Öflugur jarðskjálfti við Suðurskautslandið

24.01.2021 - 02:29
Mynd með færslu
 Mynd:
Kröftugur jarðskjálfti, 7,0 að stærð, varð norður af Suðurskautslandinu í kvöld. Yfirvöld í Chile gáfu út flóðbylgjuviðvörun fyrir Eduardo Frei-rannsóknarstöðina á Eyju Georgs Konungs undan norðurströnd Suðurskautslandsins, þar sem um 150 manns dvelja að jafnaði á þessum tíma árs. Var fólk hvatt til að forða sér frá ströndinni og upp í hlíðar eyjunnar þar til hættan er liðin hjá.

Upptök skjálftans voru á tíu kílómetra dýpi, um 210 kílómetra austur af rannsóknastöðinni. 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV