Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Njarðvík vann Val á Hlíðarenda

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Njarðvík vann Val á Hlíðarenda

24.01.2021 - 21:46
Njarðvík vann Val þegar liðin mættust á Hlíðarenda í Dominosdeild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar voru 12 stigum yfir í leikhléi og unnu að lokum með níu stiga mun, 85-76.

Antonio Hester var atkvæðamestur Njarðvíkinga með 26 stig og 15 fráköst í kvöld. Njarðvík er eftir sigurinn með sex stig eins og ÍR í 4. til 5. sæti en Valur er með fjögur stig í 7. sæti.

Fimmta umferð deildarinnar hófst fyrr í kvöld þegar Stjarnan lagði Hauka að velli, 92-86, á Ásvöllum í Hafnarfirði. Stjörnumenn komust því aftur á sigurbraut eftir tap fyrir Þór Þorlákshöfn á föstudag. Stjarnan er eftir leikinn í 2. sæti en Haukar í 10. sæti deildarinnar.