Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Maduro boðar betri tíð í samskiptum við Bandaríkin

epa08958626 The president of Venezuela Nicolas Maduro speaks during the opening ceremony of the 2021 Judicial Year, at the Supreme Court of Justice (TSJ) in Caracas, Venezuela, 22 January 2021.  EPA-EFE/Rayner Peña
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, fagnar nýjum húsbónda í Hvíta húsinu í Washington og segist reiðubúinn að „snúa við blaðinu" í samskiptunum við Bandaríkjastjórn, sem einkenndust af mikilli spennu og fjandsemi á báða bóga í fjögurra ára valdatíð Donalds Trumps.

„Við erum reiðubúin að feta nýja braut í samskiptum okkar við ríkisstjórn Joes Bidens, sem byggð verða á gagnkvæmri virðingu, samtölum, samráði og skilningi," sagði forsetinn í ávarpi í gær. „Venesúela er reiðubúið að snúa við blaðinu," sagði Maduro í ávarpinu, en viðbrögð hafa ekki borist frá Hvíta húsinu enn. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV