Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Lést í Sundhöll Reykjavíkur

24.01.2021 - 16:12
Mynd með færslu
 Mynd: Menningin - RÚV
Maður lést eftir að hann fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag. Ekki er vitað hvað olli andláti hans.

Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu staðfesti andlátið í samtali við fréttastofu. Hann segir að málið sé til rannsóknar innan lögreglunar en vildi ekki tjá sig að öðru leyti um málið að svo stöddu.  Mbl.is greindi fyrst frá.

Leiðrétt 14:43. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var sagt að veikindi hafi ollið andláti mannsins. Þær upplýsingar komu frá lögreglu en hafa verið dregnar til baka. Málið er í rannsókn.

 

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV