Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Ísland-Noregur

Ísland-Noregur

24.01.2021 - 15:58
Ísland spilar sinn síðasta leik á HM karla í handbolta þegar íslenska liðið mætir sterku liði Noregs klukkan 17:00. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu RÚV.

Upphitun í HM stofunni hefst klukkan 16:30 og leikurinn sjálfur svo klukkan 17:00. Vegna réttindamála er leikurinn aðeins aðgengilegur fyrir íslenskar IP tölur. Leiknum er hins vegar lýst líka í útvarpinu á Rás 2. Sú útsending er öllum aðgengileg.

Noregur þarf að vinna leikinn til að komast í 8-liða úrslit mótsins. Það er þó reyndar ekki víst að það dugi Noregi. Það fer allt eftir úrslitunum í leik Frakklands og Portúgals sem er á dagskrá klukkan 19:30 á RÚV 2. Noregur hefur 6 stig en Ísland 2 stig. Ljóst er að Ísland getur ekki lengur komist í 8-liða úrslitin. Íslenska liðið ætlar þó vitanlega að berjast fyrir sigri og spila upp á stoltið.