Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Glíma við tvenns konar faraldra, COVID og mafíuna

24.01.2021 - 08:20
epa08934832 A general view inside a call center that has been turned into a 'bunker', as the biggest ever trial into Italy's most powerful mafia, the Calabria-based 'Ndrangheta, is underway, at an the industrial area of Lamezia Terme, Calabria region, southern Italy, 13 January 2021. The trial investigates into the activities of the 'Ndrangheta clans in Vibo Valentia and their links to the political, institutional and rogue Masonic worlds controlling all aspects of local life in Calabria. It is the biggest mafia trial in Italy since the so-called 'maxi-trial' of Cosa Nostra in Sicily in the late 80s and early 90s. The trial, which is expected to last around three years, has over 300 defendants who are facing over 400 charges.  EPA-EFE/SALVATORE MONTEVERDE
 Mynd: EPA
Ein umfangsmestu réttarhöld í sögu Ítalíu hófust á dögunum. Vitnin verða hátt í þúsund talsins og sakborningarnir eru á fjórða hundruð, allir sakaðir um aðild að mafíustarfsemi. Hin rótgróna glæpastarfsemi hefur gert baráttuna við kórónuveirufaraldurinn enn erfiðari í suðurhluta Ítalíu.

Mafían til umfjöllunar hér er nánar tiltekið 'Ndrangheta-mafían. Mafíur eru eins og aðrir flokkar í dýraríkinu, þó þær deili ýmsum einkennum í grunninn er þeim skipt upp í mismunandi fjölskyldur. Eins og aðrar fjölskyldur hugsa mafíufjölskyldur oftast vel um sig og sína og standa saman. Ólíkt öðrum fjölskyldum, allavega sumum, eru mafíur þó í grunninn glæpasamtök. 

Eiturlyfjasala, peningaþvætti, hótanir og morð, mannrán og smygl flokkast líklega seint sem hefðbundin fjölskylduverkefni en eru meðal ákæra sem teknar verða fyrir í réttarhöldunum sem hófust á dögunum. Mancuso-fjölskyldan er þarna í forgrunni, en fjölmargar fjölskyldur tengjast þeim og starfa undir hatti 'Ndrangheta-mafíunnar. Höfuðvígi hennar er í Calabria-héraði, syðst á Ítalíu. 
 

epa08934831 Members of the media gather to report from a converted call center that has been turned into a 'bunker', as the biggest ever trial into Italy's most powerful mafia, the Calabria-based 'Ndrangheta, is underway, at an the industrial area of Lamezia Terme, Calabria region, southern Italy, 13 January 2021. The trial investigates into the activities of the 'Ndrangheta clans in Vibo Valentia and their links to the political, institutional and rogue Masonic worlds controlling all aspects of local life in Calabria. It is the biggest mafia trial in Italy since the so-called 'maxi-trial' of Cosa Nostra in Sicily in the late 80s and early 90s. The trial, which is expected to last around three years, has over 300 defendants who are facing over 400 charges.  EPA-EFE/SALVATORE MONTEVERDE
 Mynd: EPA

Og það eru engin smávegis réttarhöld, ganga undir heitinu maxi-réttarhöld. Þetta eru meira að segja næst-umfangsmestu réttarhöldin í sögu Ítalíu. Þau umfangsmestu voru rekin fyrir dómstólum á árunum 1986-1987 gegn sikileysku mafíunni. Sakborningar voru þá 475, 338 hlutu dóma í kjölfarið. 

Nú á sömuleiðis að tjalda öllu til. Sakborningarnir að þessu sinni eru 355 talsins.

Kórónuveirufaraldurinn verður óhjákvæmilega leikstjórinn í því hvernig þetta fer allt fram.

Það er búið að útbúa nýjan dómssal í gömlu símaveri í bænum Lamezia Terme í Calabria-héraði. Þar komast fyrir um þúsund manns, með hæfilegt bil á milli sín. Þá er sömuleiðis búið að koma upp eins konar búrum, eða fangaklefum, inni í hinum nýja dómssal þar sem sakborningar verða vistaðir meðan á réttarhöldunum stendur. Þrátt fyrir umfangið mætir hluti sakborninga fyrir dómara í gegnum fjarfundarbúnað. 

Sakborningarnir eru ekki bara vatnsgreiddir mafíósar með gullkeðjur eins og bíómyndunum, þeir eru sömuleiðis fyrrverandi málsmetandi menn úr stjórnmálum og annarri stjórnsýslu Í Calabria og reyndar víðar. 

Veiðimenn elta bráð sína

Sakborningarnir voru allir handteknir í umfangsmiklum lögregluaðgerðum eftir enn umfangsmeiri lögreglurannsóknir. Þær hófust árið 2016, náðu yfir gjörvalla Ítalíu og reyndar víðar. Eftir rannsóknina standa um 24 þúsund upptökur á samtölum og símtölum fólks, lagt fram sem sönnunargögn í málinu ásamt vitnisburði allra þeirra tæplega þúsund sem eru á vitnalista. Á þriðja þúsund lögreglumenn tóku svo þátt í handtökum í desember árið 2019 í kjölfar rannsóknarinnar. Eða sérsveitarmenn eru þeir öllu heldur, tilheyra sveit sem kallast Cacciatori, eða veiðimennirnir. Og það bar vel í veiði að þessu sinni þó bráðin reyndi sitt besta til að fela slóð sína. 

Neðanjarðargöng á milli glæsihýsa, neðanjarðarbyrgi, felustaðir bak við falska veggi og grafir fyrir lifandi menn til að fela sig í. Það skorti víst ekki hugmyndaauðgina þegar kom að því að mafíunnar menn reyndu að fela sig fyrir veiðimönnunum. 

Fyrrverandi þingmaður, lögreglustjóri og menn úr stjórnsýslu og viðskiptum voru sömuleiðis handteknir í Þýskalandi, Sviss og Búlgaríu, grunaðir um liðveislu við mafíuna. Nú á að rétta yfir þeim öllum, í réttarhöldum sem eru kölluð Rinascita, sem gæti útlagst á íslensku einfaldlega endurfæðing eða upprisa. Því mörg vonast til þess að réttarhöldin hjálpi til við að uppræta það samfélagsmein sem hin rótgrónu glæpasamtök sannarlega eru. 

epa08934824 Catanzaro Chief Prosecutor Nicola Gratteri (L), one of Italy's best-known anti-mafia investigators, arrives at a converted call center that has been turned into a 'bunker', to attend the biggest ever trial into Italy's most powerful mafia, the Calabria-based 'Ndrangheta, at an the industrial area of Lamezia Terme, Calabria region, southern Italy, 13 January 2021. The trial investigates into the activities of the 'Ndrangheta clans in Vibo Valentia and their links to the political, institutional and rogue Masonic worlds controlling all aspects of local life in Calabria. It is the biggest mafia trial in Italy since the so-called 'maxi-trial' of Cosa Nostra in Sicily in the late 80s and early 90s. The trial, which is expected to last around three years, has over 300 defendants who are facing over 400 charges.  EPA-EFE/SALVATORE MONTEVERDE
 Mynd: EPA

Þar stendur í stafni Nicola Gratteri, sakskóknari og mafíusérfræðingur. Hann hefur gert það að ævistarfi sínu að reyna að knésetja mafíuna. 

„Réttarhöldin verða vonandi táknmynd endurfæðingar fyrir fólkið sem býr í Calabria. Fólkið sem hefur búið við hótanir þessara kóna sem virðast öllu geta stjórnað með ofbeldi," segir Gratteri. 

Hann er sjálfur frá Calibríu og hefur séð með eigin augum hvað það gerir samfélögum að vera undir ægivaldi glæpasamtaka. Þó sumir hafi það gott lepja aðrir dauðann úr skel. Nokkuð sem sannaðist til dæmis vel þegar kórónuveirufaraldurinn bankaði upp á á svæðinu í fyrra. Aðeins meira um það á eftir. Gratteri hefur sætt mjög strangri öryggisgæslu í hátt í 30 ár, á meðan hann hefur verið í herferð sinni gegn mafíunni. 

Það er kannski ekki alveg að ástæðulausu sem reynt er að passa upp á sakskóknarann Gratteri. Tveir saksóknarar, Giovanni Falcone og Paolo Borsellino, voru myrtir af mafíunni eftir réttarhöldin sem minnst var á áðan. Réttarhöldin gegn sikileysku mafíunni. 

Öryggisgæslu er sömuleiðis splæst á þá uppljóstrara sem voru til að snúast á sveif með laganna vörðum í aðdraganda réttarhaldanna. Einn þeirra er innsti koppur í búri Manusco fjölskyldunnar, Emanuele nokkur Mancuso. Hann er sonur eins mafíuforingjans, Luni Mancuso.

Hann féllst á að veita upplýsingar um ólöglega starfsemi fjölskyldu sinnar gegn lögregluvernd. Við þurfum líklega að vona að lögreglan sé starfinu vaxin, öll vitum við hvað gerist fyrir þau sem reynast steinn í götu mafíunnar. 

Allavega fór þannig fyrir Luca Brasi í Guðföðurnum. En stundum er raunveruleikinn ýktari en nokkur kvikmynd. Og lýsingar á aðbúnaði Mancuso-fjölskyldunnar eru fyrir margra hluta sakir næsta lygilegar á heimaslóðunum í Calabria-héraði. En það er ekki bara á því svæði sem mafían hefur tryggt stöðu sína, þessi skipulagða glæpastarfsemi teygir anga sína langt út fyrir landsteinana sömuleiðis.

Ræturnar liggja þó heima, þar hafa þeir flestir komið sér vel fyrir. Svo vel að neðanjarðargöng og hýbýli þar sem aðeins er hægt að komast að fótgangandi eru meðal þess sem mafíósarnir höfðu komið upp. Þeir sem hæst settir voru studdust lítið við farsíma og fax til að skipuleggja sig sín á milli. Litlir pappírsmiðar, pizzino, voru vinsæl samskiptaleið. Í lögregluaðgerðunum í desember 2019 fundust nokkrir slíkir, sem innihéldu tilvitnanir í riddara á 17. öld, riddara sem samkvæmt goðsögunni eru sagðir hafa lagt grunninn að þekktustu mafíum landsins, meðal annars þeirrar sem kennd var við Sikiley og þeirrar sem við erum með til umfjöllunar hér, ’Ndrangheta.

Upp úr neðanjarðargöngunum í dómshúsið

En þrátt fyrir að búa sem einsetumenn í óbyggðum og eiga samskipti gegnum blaðasnifsi náðu mafíósarnir að þvætta milljónir evra, selja eiturlyf og allt hitt, sem nú er getið um í ákærunum. Áætlað er að 'Ndrangheta-mafían velti meiru á ári hverju en Deutche Bank og McDonalds samanlagt. 

Og nú eru þeir sé komnir upp úr neðanjðarðargöngunum og á leið fyrir dómara. 

Ítalski prófessorinn Enzo Ciconte er sérfræðingur í sögu ítölsku mafíunnar. Hann segir réttarhöldin núna mikilvæg fyrir margra hluta sakir. 

„Manusco-fjölskyldan hefur ráðið lögum og lofum á Vibo Valentia-svæðinu. Þau hafi tryggt stöðu sína með góðu sambandi við pólitíkusa á svæðinu og fest sig í sessi í samfélaginu með fjáraustri. Fyrir ágóða af peningaþvætti og eiturlyfjasölu hafi fjölskyldan keypt fasteignir og landsvæði og hafi getað skipt sér að uppbyggingu og öðrum skipulagsmálum á svæðinu. Völd þeirra og ítök séu mjög mikil, þess vegna sé mikilvægt að stöðva framgönguna fyrir dómstólum,“ segir mafíusérfræðingurinn Ciconte.

Smitast ekki nema eftir 15 mínútna sleik

Og svo er víst kórónuveirufaraldur í gangi, Ítalía hefur sannarlega ekki farið varhluta af honum. Næstum tvær milljónir og 400 þúsund Ítalir hafa greinst með kórónuveiruna, og yfir 82 þúsund hafa látist þar í landi. Á Ítalíu búa ríflega 60 milljónir. 

Kórónuveirufaraldurinn setur mark sitt á réttarhöldin, eins og áður sagði. En réttarhöldin tengjast faraldrinum líka að öðru leyti. Því hefur verið haldið fram að Calabria-hérað glími við tvenns konar faraldra, COVID og mafíuna. 

Seinni bylgja faraldursins hefur lagst þungt á Calabria-hérað, héraðið nær yfir svæðið á tánni, ef við notum samlíkinguna að Ítalía sé eins og háhælað stígvél í laginu. Svæðið var merkt rauðum lit neyðarástands í nóvember vegna hraðrar útbreiðslu smita og álags á sjúkrahúsin á svæðinu. Suðurhluti Ítalíu er fátækari, verr kostum búinn að mörgu leyti en norðurhlutinn, þar sem ástandið var verst í fyrstu bylgjunni. 

En skort á innviðum, til að mynda í heilbrigðiskerfinu, má sömuleiðis skrifa á sístækkandi reikning 'Ndrangheta-mafíunnar. Spillingin er mikil, birtingarmynd hennar er meðal annars á þá leið að ekki endilega færasta fólkið er fengið til verks hverju sinni, bara það sem þekkir rétta fólkið. Þannig var sérstakur ráðgjafi heilbrigðsmála á svæðinu beðinn um að hætta í vinnunni á dögunum, eftir að hann sagði grímunoktun óþarfa.

Það væri ekki hægt að smitast af kórónuveirunni nema fara í sleik við veikan einstakling í allavega korter.

Illa gekk að manna stöðu hans því faglærðir voru tregir til að ganga inn í hið spillta sjórnkefi þar sem allir vita hver ræður í rauninni. 

Himnafaðirinn einn veit hvað þetta tekur langan tíma

Gianni Speranza var héraðsstjóri Calabria á árinum 2005-2015 og sætti á meðan sífelldum hótunum og mikilli öryggisgæslu í störfum sínum. Hann segist vona að réttarhöldin verði til þess að ungt fólk geti hugsað sér að búa á svæðinu. Það flýi ekki allt undan ægivaldi mafíu og spillingar og þeir einu sem sitji eftir séu eftirlaunaþegar og aðrir sem ekki komist í burtu. 

En hvernær er von á því að niðurstaða fáist í málið? Mafíu-sérfræðingurinn Enzo Ciconte er aftur til svara, en hann segir að himnafaðirinn einn geti svarað því hversu langan tíma þetta taki. Hann segir að vegna heimsfaraldurs og almennri framvindu mála í ítalska réttarkerfinu sé ómögulegt að spá fyrir um hvað það tekur langan tíma að leiða málin til lykta. Sá hæstráðandi á himnum sé sá eini sem geti sagt eitthvað til um það. Réttarhöldin umfangsmiklu fyrir um 30 árum síðan tóku sex ár, svo þetta verður líklega svipað í árum talið. 

Mynd með færslu
 Mynd:
Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV