Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Fyrsta samfélagssmitið á Nýja Sjálandi í tvo mánuði

24.01.2021 - 12:26
epa08925533 People are seen in the baggage collection area after arriving on Virgin Australia flight VA318 from Brisbane at Tullamarine Airport in Melbourne, Australia, 08 January 2021. A cleaner at a Brisbane quarantine hotel, the Grand Chancellor was diagnosed with the UK variant of Covid-19 on Wednesday, Queensland Premier Annastacia Palaszczuk has announced that greater Brisbane will go into a three-day lockdown.  EPA-EFE/JAMES ROSS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA
Heilbrigðisyfirvöld á Nýja Sjálandi tilkynntu í dag að þar hefði í gær greinst kórónuveirusmit utan sóttkvíar í fyrsta sinn síðan 18. nóvember. Sett hefur verið af stað víðtæk smitrakning í norðurhluta landsins.

Sú sem greindist með COVID-19 kom til landsins úr ferðalagi um Spán og Holland þann 30. desember og lauk tveggja vikna heimkomusóttkví þann 13. janúar.

Hún hafði tvívegis fengið neikvæða niðurstöðu úr skimun en nokkrum dögum eftir að hún losnaði úr sóttkví fór hún að finna fyrir einkennum og greindist svo með COVID-19 í gær.

Frá því konan lauk sóttkví og þar til hún greindist ferðaðist hún víða um norðurhluta Nýja Sjálands en heilbrigðisráðherra landsins segir enn óvíst hvort ráðist verði í sérstakar sóttvarnaaðgerðir vegna þessa.

Nýja Sjáland er meðal þeirra ríkja þar sem vel hefur tekist að halda faraldrinum niðri en þar hafa verði í gildi strangar takmarkanir frá því í vor, ekki síst á landamærum. Í landinu, þar sem búa um 5 milljónir manna, hafa tæplega tvö þúsund sýkst af veirunni og 25 látist af hennar völdum.