Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Ellefu bjargað úr námu í Kína

24.01.2021 - 10:50
Erlent · Kína
epa08961562 A picture released by Xinhua News Agency shows a trapped miner being lifted from a gold mine in Qixia City, east China's Shandong Province, 24 January 2021. The miner, who has been trapped underground for two weeks after a blast in a gold mine, was found by rescuers on 24 January morning that who is in extremely weak condition, was lifted from the mine at 11:13 a.m. on 24 January 2021. As many as twenty-two miners have been trapped about 600 meters underground since the mine blast on 10 January 2021 in Qixia, east China's Shandong Province.  EPA-EFE/CHEN HAO/XINHUA -- MANDATORY CREDIT: XINHUA --  EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - XINHUA
Tekist hefur að bjarga ellefu námumönnum sem lokuðust inni í námu í Shandong-héraði í Austur Kína fyrir tveimur vikum.

Alls lokuðust 22 menn niðri í námunni 10. janúar. Samband náðist fljótlega við 11 manna hóp sem var innilokaður á 580 metra dýpi og einn mann sem var fastur á öðrum stað, litlu ofar. Einn ellefumenninganna slasaðist alvarlega í sprengingunni og lést nokkru síðar. 

Í nótt tókst að bjarga manninum sem lokaðist af einn og sér. Hann var afar veikburða eftir prísundina samkvæmt frétt Kínverska ríkissjónvarpið CCTV og á myndum sem birtar voru af því þegar hann kom upp á yfirborðið virtist hann ófær um gang. 

Björgunarsveitarmenn halda áfram leit að þeim tíu sem eftir eru en ekkert lífsmark hefur borist frá þeim síðan sprengingin varð sem lokaði námunni fyrir tveimur vikum. 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV