Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

77 greinst með „suður-afríska afbrigðið“ í Bretlandi

24.01.2021 - 16:24
epa08654354 Travellers wear mask as they enter an underground train station along the busy shopping area of Oxford Street in London, Britain, 08 September 2020. A rise in coronavirus cases is causing covert about a potential second wave in Britain. The UK is now seeing four times as many cases on average as it was in mid July according to media reports. British Health Secretary Matt Hancock has urged young people to stick to physical distancing rules, due to the the rise in the number of coronavirus cases.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA
77 hafa greinst með hið svokallaða suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar í Bretlandi. Afbrigðið, sem er talið meira smitandi en önnur, hefur nú greinst í að minnsta kosti tuttugu löndum. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Vísindamenn telja hugsanlegt að bóluefni við kórónuveirunni veiti ekki góða vörn gegn afbrigðinu. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í dag að smitin væru rakin til ferðalanga og að nú hefði verið sett af stað víðtæk smitrakning. Þá hefðu níu greinst með það afbrigði kórónuveirunnar sem fyrst greindist í Brasilíu fyrr í mánuðinum.

Ríkisstjórnin myndi ræða það á fundi á morgun hvort tilefni væri til að herða sóttvarnaaðgerðir á landamærunum enn frekar, en nú þegar er öllum sem koma til landsins gert að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku. Að minnsta kosti væri langt í að ströngum takmörkunum í landinu yrði aflétt.

Hancock sagði einnig að nú hefðu 75 prósent Breta yfir áttræðu fengið fyrri bólusetningu við COVID-19, og einnig 75 prósent allra íbúa á hjúkrunarheimilum.