Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

14 tilkynningar um samkvæmishávaða í nótt

Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust fjórtán tilkynningar um samkvæmishávaða úr íbúðum í fjölbýlishúsum í nótt, allt frá því rétt eftir miðnætti til klukkan fimm í morgun.

Fimm tilkynntu um hávaða í miðbæ Reykjavíkur en einnig bárust tilkynningar um hávaða í Laugardal, Árbæ, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann hefði áhyggjur af því að fólk slakaði nú um of á sóttvarnaráðstöfunum, vegna þess hversu fá smit hefðu greinst síðustu daga. Hann óttaðist það sem hann kallaði svikalogn í faraldrinum, enda væru uppi vísbendingar um að fólk færi síður í sýnatöku en áður, þrátt fyrir að það hefði einkenni. Tölur yfir fjölda smita gæfu því ekki endilega rétta mynd af stöðunni.

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV