Ákveðið hefur verið að rýma svæði á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. Þar eru atvinnuhúsnæði og áður hafði verið tryggt að húsin væru mannlaus. Nokkur flóð hafa fallið í Skutulsfirði í gær og í nótt, þar af þrjú ofan atvinnuhúsanna sem nú á að rýma. Ekkert flóðanna hefur verið mjög stórt.