Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Einn í sóttkví greindist með COVID-19 innanlands í gær

23.01.2021 - 11:08
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Aðeins einn greindist með COVID-19 innanlands í gær og sá var í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum. Upplýsingar um smit og sýnatöku eru ekki lengur birtar á upplýsingasíðunni covid.is um helgar og ekki liggur fyrir hve mörg sýni voru tekin í gær.