Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

„Ég er hrikalega stoltur af liðinu“

Mynd: EPA / EPA

„Ég er hrikalega stoltur af liðinu“

23.01.2021 - 16:43
„Ég held að við séum búnir að vinna úr vonbrigðunum frá því í gær,“ segir Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handbolta, um tapið gegn Frakklandi á HM í Egyptalandi í gær. Á morgun mætir íslenska liðið sterku liði Noregs í síðasta leik Íslands á HM.

Elvar hefur leikið frábærlega í vörn Íslands og farið þar fremstur í flokki ásamt Ými Erni Gíslasyni og Elliða Snæ Viðarssyni.

„Vörnin og markvarslan var frábær á móti Frökkunum og ég er hrikalega stoltur af liðinu okkar. Við tökum klárlega margt með okkur í leikinn á morgun,“ segir Elvar. 

Norðmenn meira en Sander Sagosen

Elvar Örn segir margt sem þurfi að varast í liði Noregs. Sander Sagosen er af mörgum talin besti leikmaður heims í dag en hann er bæði marka- og stoðsendingahæsti leikmaður HM hingað til.

„Þeir eru með þýska úrvalsdeildarleikmenn bara í hverri stöðu. Liðið er meira en bara Sander Sagosen en auðvitað þurfum við að passa hann sérstaklega.“

Íslenski hópurinn fór í dag og skoðaði pýramídana í Giza. „Þetta var stórkostlegt. Þetta eru bara mögnuð fyrirbæri og gaman að fá að sjá þetta,“ sagði Elvar ánægður með daginn.

Strákarnir okkar og starfsfólk landsliðins fóru í dag í fylgd lögreglu að pýramídunum. Fékk hópurinn að njóta þeirra og...

Posted by HSÍ - Handknattleikssamband Íslands on Saturday, January 23, 2021