Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Ungverjar fyrstir ESB-þjóða til að leyfa Sputnik V

epa08948774 Russian medic holds Russia's Sputnik V Gam-COVID-Vac vaccine against the coronavirus COVID-19 at the vaccination point at the State Department Store GUM in Moscow, Russia 19 January 2021. Russia began a program for mass vaccination against COVID-19 disease, caused by SARS-CoV-2 coronavirus, using the Sputnik V vaccine.  EPA-EFE/YURI KOCHETKOV
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ungverjaland er fyrsta Evrópusambandsríkið sem heimilar innflutning og notkun rússneska bóluefnisins Sputnik V í baráttunni við COVID-19. Ráðuneytisstjóri Viktors Orbans, forsætisráðherra, staðfesti í gær að heilbrigðisyfirvöld hefðu gefið grænt ljós á notkun hvorutveggja Sputnik V og bóluefnisins frá Oxford-AstraZeneca.

Leita líka til Kínverja

Utanríkisráðherra Ungverjalands, Peter Szijjarto, heldur nú til Moskvu til að leggja drög að samningum um innflutning og dreifingu á rússneska bóluefninu. Bólusetningarátak rússneskra heilbrigðisyfirvalda, með Sputnik V--bóluefninu, hófst á þriðjudag. Samkvæmt upplýsingum rússneska framleiðandans Gamaleya er virkni þess litlu minni en bóluefna Moderna og Pfizer, eða 92%.

Í frétt BBC segir að erindrekar ungverskra heilbrigðisyfirvalda séu einnig í Peking, og ræði þar við fulltrúa kínverskra yfirvalda um kaup og tafarlausa dreifingu á mílljón skömmtum af bóluefni frá kínverska ríkisfyrirtækinu Sinopharm, sem þegar er byrjað að nota í nágrannaríkinu Serbíu.

Orban: Ekki annað í stöðunni

Sinopharm tilkynnti í desember að þriðja umferð prófana hafi sýnt fram á 79 prósenta virkni bólufnisins, sem er nokkuð frá virkni bóluefnanna frá Pfizer-BioNTech og Moderna (95 prósent). Orban segir hins vegar að til að mæta þörfinni fyrir bóluefni neyðist Ungverjar til að leita til Rússa og Kínverja, þar sem óviðunandi dráttur hafi orðið á afhendingu bóluefnisins frá Pfizer-BioNTech.