Blaðið vísar aðeins í einn, ónafngreindan heimildarmann, sem segir stjórnina hafa ákveðið að reyna þess í stað af tryggja sér leikana 2032. Þessu vísar forsætisráðherrann á bug og segist „ákveðinn í að halda trausta og örugga Tókíóleika til að sýna og sanna að mannkynið verður búið að sigrast á veirunni.“
Skipuleggjendur leikanna tóku í sama streng í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér og segja ríkisstjórnina standa fyrir mikilli fundaröð, þar sem unnið sé að skipulagningu og samhæfingu sóttvarnaaðgerða svo hægt verði að halda leikana í sumar.
Ólympíuleikarnir í Tókíó áttu að fara fram sumarið 2020 en var frestað um eitt ár vegna heimsfaraldursins.