Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Suga neitar því að Japanir vilji hætta við Ólympíuleika

epa08758173 (FILE) Olympic rings with the Japanese national flag at the Japan Olympic Museum in Tokyo, Japan, 29 June 2020. (reissued 20 October 2020). The British government announced on 19 October that a Russian military intelligence agency had launched cyberattacks on the postponed Tokyo Olympics and Paralympics targeting logistics services and sponsor companies.  EPA-EFE/FRANCK ROBICHON
 Mynd: EPA

Suga neitar því að Japanir vilji hætta við Ólympíuleika

22.01.2021 - 04:07
Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans, segist harðákveðinn í þeirri fyrirætlan sinni að sjá til þess, að Ólympíuleikarnir verði haldnir í Tókíó í sumar, eins og að er stefnt. Suga lýsti þessu yfir eftir að því var haldið fram í breska blaðinu The Times að japanska ríkisstjórnin hefði ákveðið að hætta við að halda leikana vegna kórónaveirufaraldursins og leitaði nú leiða til að bjarga andlitinu.

Blaðið vísar aðeins í einn, ónafngreindan heimildarmann, sem segir stjórnina hafa ákveðið að reyna þess í stað af tryggja sér leikana 2032. Þessu vísar forsætisráðherrann á bug og segist „ákveðinn í að halda trausta og örugga Tókíóleika til að sýna og sanna að mannkynið verður búið að sigrast á veirunni.“

Skipuleggjendur leikanna tóku í sama streng í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér og segja ríkisstjórnina standa fyrir mikilli fundaröð, þar sem unnið sé að skipulagningu og samhæfingu sóttvarnaaðgerða svo hægt verði að halda leikana í sumar.

Ólympíuleikarnir í Tókíó áttu að fara fram sumarið 2020 en var frestað um eitt ár vegna heimsfaraldursins. 
 

Tengdar fréttir

Ólympíuleikar

Segja Ólympíuleikana á áætlun þrátt fyrir fjölgun smita

Erlent

Suga boðar neyðarstig í Tókíó vegna COVID-19