Sex hafa stöðu sakbornings í rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hnífaárás í Borgarholtsskóla þann 13. janúar. Þetta staðfestir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Hann segir að rannsóknin gangi vel en að enn þurfi að yfirfara mikið af gögnum.