
Jarðhæðir Gimlis og Háskólatorgs ónothæfar næstu mánuði
Öll kennsla sem ella hefði verið þar færist nú á netið en Jón Atli segir allt kapp lagt á að röskun á starfi skólans verði þó sem minnst. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vann að hreinsun í byggingum Háskólans fram yfir miðjan dag í gær.
Nú er leitað hentugs húsnæðis fyrir skrifstofu Félagsvísindasviðs sem hefur aðsetur í Gimli og eins er þörf á rými til að koma í stað þeirra kennslustofa sem ónothæf eru vegna vatnstjónsins.
Veitingasalan Háma á Háskólatorgi og bóksalan voru lokuð í gær en verða opnuð að nýju í dag, þjónustuborð á torginu er opið og Stúdentakjallarinn verður opnaður á morgun.
„Mér er efst í huga þakklæti til þeirra fjölmörgu, starfsfólks okkar og slökkviliðs, sem lögðu afar hart að sér í nótt við erfiðar aðstæður við að draga úr tjóni eins og unnt var,“ segir í tilkynningu Jóns Atla Benediktssonar rektors Háskóla Íslands.