Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Í gæsluvarðhald eftir líkamsárás og heimilisofbeldi

Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage - RÚV
Fjórir hafa í dag verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír karlar á þrítugsaldri í áframhaldandi gæsluvarðhald í viku eftir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur í síðustu viku og einn karlmaður um fertugt í fimm daga varðhald vegna rannsóknar á heimilisofbeldi og frelsissviptingu.

Rannsókn lögreglu á báðum málum miðar vel, samkvæmt upplýsingum frá Gunnari Rúnari Sveinbjörnssyni, upplýsingafulltrúa Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV