Áttatíu og fjórir sjúklingar létust af völdum COVID-19 sjúkdómsins í Svíþjóð síðastliðinn sólarhring. Heildarfjöldinn er þar með kominn í ellefu þúsund og fimm. Rúmlega þrjú hundruð eru á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa í Svíþjóð þessa stundina vegna sjúkdómsins.