Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Ólafsfjarðarmúla lokað vegna snjóflóðahættu

21.01.2021 - 21:20
Mynd með færslu
 Mynd: aðsend mynd: Ingvar Erlingsson - RÚV
Ólafsfjarðarmúla var lokað á áttunda tímanum í kvöld og hættustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu. Hættustig er vegna snjóflóðahættu á Siglufirði og gul viðvörun í gildi fyrir Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Austfirði.

Fram kemur í athugasemd á vef Veðurstofunnar að áfram sé spáð ofankomu á norðanverðu landinu og líkur séu á samgöngutruflunum.