
Lokið við seinni bólusetningu fyrsta hópsins í dag
Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag en Sigríður Dóra segir að í næstu viku verði byrjað á þeim elstu og haldið áfram niður aldursröðina.
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir biðlar til fólks að hætta að sækjast eftir því að komast framar í forgangsröðun embættisins. Sigríður segir röðina koma að öllum og enginn verði útundan.
Í máli Þórólfs kom fram að ekki sé tímabært að tala um frekari tilslakanir enda sé einungis vika frá því núgildandi sóttvarnarreglugerð tók gildi. Jafnframt biðlar hann til fólks að viðhafa sóttvarnir og forðast hópamyndanir.
Hann segir að upp undir tvær vikur taki að sjá árangur aðgerða enda sé ljóst að veiran sé enn úti í samfélaginu. Það þurfi að hafa í huga við daglegar athafnir og hegðan dag frá degi. Hann segir þó vel hafa gengið, fá tilfelli greinst og að landamæramitum hafi fækkað.