Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Kínverjar óska Biden til hamingju

epa05089404 Hua Chunying, spokeswoman of China's foreign ministry, speaks at a regular press conference at the Ministry of Foreign Affairs in Beijing, China, 06 January 2016. China's foreign ministry spokeswoman Hua Chunying told reporters on 06 January that China 'firmly opposes' the first hydrogen bomb test claimed by North Korea while maintaining that they did not have prior knowledge of the test.  EPA/HOW HWEE YOUNG
Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins. Mynd: EPA
Stjórnvöld í Kína sendu í morgun Joe Biden, nýjum forseta Bandaríkjanna, hamingjuóskir og kváðust vonast til að samskipti ríkjanna bötnuðu með hann við stjórnvölinn.

Hua Chunying, talskona kínversku stjórnarinnar, sagði að Biden hefði í innsetningarræðu sinni ítrekað minnst á einingu og samstöðu en það væri nákvæmlega það sem þyrfti að virkja í samskipti ríkjanna.

Kínverjar fagna einni ákvörðun Bidens að hefja á ný aðild að Parísarsáttmálanum um loftslagsmál og samstarf við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina.