Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fámenn mótmæli og að mestu friðsamleg

A group of protesters carrying anti-President Joe Biden and anti-police signs marched in the streets and damaged the headquarters of the Democratic Party of Oregon, Wednesday, Jan. 20, 2021, in Portland, Ore. (Beth Nakamura/The Oregonian via AP)
Rúður voru brotnar í skrifstofum Demókrataflokksina í Portland í Oregon. Mynd: ASSOCIATED PRESS - The Oregonian
Víða var efnt til mótmæla vestanhafs um og eftir valdaskiptin í Washington í gær. Þau voru þó að mestu friðsamleg og fámenn.

Í Seattle í Washington varð lögregla þó að taka í taumana þegar mótmælendur hófu skemmdarverk og voru nokkrir handteknir. Í Portland í Oregon voru rúður brotnar í skrifstofum Demókrataflokksins í borginni og til átaka kom milli hóps mótmælenda og lögreglu.