Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Engin inflúensa ennþá, mögulega vegna grímunotkunar

21.01.2021 - 20:05
Stefanía sýnir hvernig ekki á að nota grímu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon
Grímunotkun og sóttvarnir virðast leiða til þess að inflúensa hefur ekki greinst enn, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Einnig er mun minna af maargs konar sýkingum.

Sóttvarnalæknir segir erfitt að segja hversu lengi þurfi að vera með einsaklingsbundnar sóttvarnir eins og tveggja metdra regluna, fjöldatakmarkanir, sprittnotkun og grímunotkun, en hann sjái fyrir sér að hægt verði að slaka á þessum reglum hægt og bítandi. Þess vegna sé mjög grannt fylgst með öllum breytingum og tilslökunum svo hægt sé að átta sig á áhrifunum. Svo gæti farið að fólk haldi í einhverjar af þessum ráðstöfunum.

„Það er greinilegt að við erum með miklu færri aðra smitsjúkdóma í samfélaginu núna heldur en venjulega. Öndunarfærasýkingar almennt, við erum ekki farin að greina inflúensu ennþá, sem við erum yfirleitt farin að greina á þessum tíma, niðurgangspestir og svo framvegis. Þannig að þessar aðgerðir sem við erum að grípa til gegn COVID skila sér gegn öðrum smitsjúkdómum líka. “   

 

 

holm's picture
Haukur Holm
Fréttastofa RÚV