Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Ákvörðunar um skatt á erlenda miðla að vænta

21.01.2021 - 10:28
Mynd með færslu
 Mynd: EPA
Reiknað er með að ákvörðun um skattlagningu á erlenda miðla eins og Google og Facebook og fleiri liggi fyrir um mitt ár.

Menntamálaráðherra hefur sagt að skattlagning á erlenda miðla sé til skoðunar í fjármálaráðuneytinu og fé verði veitt til íslenskra fjölmiðla.

Í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að síðustu ár hafi farið fram umfangsmikil skoðun innan OECD vegna áskorana sem snúa að stafræna hagkerfinu og skattlagningu stafrænna viðskipta yfir landamæri. Kjarninn í því sé vilji ríkja til að skattleggja tekjur í því ríki þar sem viðskiptavinurinn er. Niðurstaða liggur ekki fyrir hjá OECD, en vonast er til að hún gerði það eigi síðar en um mitt þetta ár og að skattkerfisbreytingar hér á landi muni væntanlega haldast í hendur við niðurstöður OECD.

 

 

holm's picture
Haukur Holm
Fréttastofa RÚV