Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

HM í dag: fyrsti leikur Íslands í milliriðlinum

epa08942747 Players of the Iceland team celebrate after the match between Algeria and Iceland at the 27th Men's Handball World Championship in Cairo, Egypt, 16 January 2021.  EPA-EFE/Khaled Elfiqi / POOL
 Mynd: EPA

HM í dag: fyrsti leikur Íslands í milliriðlinum

20.01.2021 - 07:00
Í dag er fyrsti dagurinn í milliriðlum á HM karla í handbolta og Ísland mætir Sviss í mililriðli þrjú. Átta leikir eru á dagskrá á mótinu og eru þrír þeirra sýndir á rásum RÚV.

Ísland mætir Sviss klukkan 14:30 í fyrsta leik liðanna í milliriðli þrjú. Austurríki vann aðeins einn leik í sínum riðli en liðið var í sterkum riðli með Noregi, Austurríki og Frakklandi. Sviss vann granna sína í Austurríki með þremur mörkum 25-28 sem skilaði þeim í milliriðil með Íslandi.

Guðmundur Guðmundsson sagði við RÚV í gær að styrkleikar Sviss liggi í líkamlegum styrk og liðið sé almennt mjög gott. Þá sé Andy Schmid, leikmaður Sviss, líklega besti leikmaður í heimi sem stýrir leik liðs sem spilar sjö á móti sex í sókninni. Guðmundur þjálfaði Schmid hjá þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen.

Milliriðlarnir eru fjórir og tvö efstu liðin úr hverjum milliriðli fara áfram í átta liða úrslit.

Leikir dagsins:
14:30 Ísland-Sviss beint á RÚV og lýst á Rás 2 í útvarpinu 
17:00 Frakkland-Alsír beint á RÚV 
19:30 Portúgal-Noregur beint á RÚV 2

14:30 N-Makedónía-Slóvenía
17:00 Austurríki-Marokkó
17:00 Rússland-Egyptaland
17:00 Chile-Suður-Kórea
19:30 Svíþjóð-Hvíta Rússland

HM stofan verður á sínum stað fyrir leik og eftir Íslands og Sviss og hefst kl. 14:00 á RÚV. 
 

Tengdar fréttir

Handbolti

„Lá yfir svissneska liðinu til að verða sex í nótt“

Handbolti

„Maður á ekkert að vera að gefa boltann í þessu sporti“