Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Helgi Björnsson fær Krókinn 2020

Mynd: Menningin / RÚV

Helgi Björnsson fær Krókinn 2020

20.01.2021 - 20:09

Höfundar

Menningarviðurkenningar RÚV voru veittar í dag. Helgi Björnsson hlýtur Krókinn 2020, viðurkenningu Rásar 2 fyrir framúrskarandi tónlistarflutning á árinu.

Það dylst engum að árið 2020 var sérstakt ár, ekki síst fyrir tónlistarmenn. Covid-19 riðlaði öllu tónleikahaldi og þurfti tónlistarfólk að sýna úrræðasemi við að koma tónlist sinni á framfæri. Líklega var enginn betri í því en handhafi Króksins í ár með þáttum sínum Heima með helga í Sjónvarpi Símanns.

Menningarviðurkenningar RÚV fyrir árið 2020 urðu einnig að sníða sér stakk eftir samkomutakmörkunum. Vegna þeirra fór engin eiginleg athöfn fram eins og venja er, en þess í stað er greint frá viðurkenningum og viðurkenningarhöfum í Víðsjá á Rás 1 og Menningunni á RÚV. Veitt var viðurkenning úr Rithöfundasjóði og tilkynnt um styrki úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins og STEFs á árinu í Víðsjá.

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Bókin fylgist ekki með þér en hún fylgir þér út í lífið

Bókmenntir

Hefði ekki ráðlagt sjálfum sér að verða rithöfundur

Bókmenntir

Andri Snær fær viðurkenningu Rithöfundasjóðs RÚV