Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Donald Trump kveður Hvíta húsið

20.01.2021 - 13:44
Mynd: AP / AP
Donald Trump er farinn úr Hvíta húsinu í síðasta sinn sem forseti Bandaríkjanna. Hann flaug fyrir stundu með þyrlu til Andrews herflugvallarins í Maryland þaðan sem hann og Melania, eiginkona hans, fljúga til Flórída í stað þess að vera viðstödd þegar Joe Biden og Kamala Harris sverja embættiseið.

Á Andrews flugvelli hélt Trump kveðjuathöfn fyrir nána samstarfsmenn sína og helstu stuðningsmenn. Forsetahjónin fráfarandi áforma að setjast að í Flórída.