Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna hyggst strax í dag undirrita fyrirskipanir um breytingar á stefnu Bandaríkjanna að lokinni embættistöku í Washington.
Haft var eftir embættismönnum í morgun að þar á meðal væri áformað að hefja á ný aðild að Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og Parísarsáttmálanum um loftslagsbreytingar.
Þá yrði afnumið bann við heimsóknum fólks frá sumum múslimaríkjum og hætt yrði við að reisa múrinn sem forveri hans Donald Trump lét byrja á í valdatíð sinni.
Enn fremur yrði fyrirskipuð grímuskylda í stofnunum og byggingum í eigu alríkisstjórnarinnar til að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.