Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Breska afbrigðið hefur greinst í 60 löndum

20.01.2021 - 10:28
Mynd með færslu
 Mynd: Tmaximumge - Wikipedia
Svokallað breska afbrigði kórónuveirunnar hefur greinst í sextíu löndum, tíu fleiri en í síðustu viku. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin greindi frá þessu í morgun.

Stofnunin sagði enn fremur að afbrigði kennt við Suður-Afríku, sem eins og hið breska er talið bráðsmitandi, hefði greinst í tuttugu og þremur löndum.

Staðfestur fjöldi kórónuveirusmita á heimsvísu nálgast nú eitt hundrað milljónir, en ríflega tvær milljónir hafa látist af völdum COVID-19.