Þau Joe Biden og Kamala Harris taka við embættum forseta og varaforseta Bandaríkjanna í dag. Sýnt verður beint frá innsetningarathöfninni á RÚV2 og ruv.is.
Fjallað verður um valdaskiptin í Bandaríkjunum á öllum miðlum RÚV í dag.
Fréttavaktin verður í beinum textastraumi á vefnum, ruv.is, í dag. Þá verður umfjöllun um innsetningarathöfnina í fréttatímum í útvarpi og í sjónvarpi í allan dag og fram á kvöld og sömuleiðis í Kastljósi kvöldsins.
Útsending frá innsetningarathöfninni hefst á RÚV2 og á ruv.is klukkan 15.30.