Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Smitum fjölgar í Kína

19.01.2021 - 09:36
epa08939898 Security staff wearing protective equipment disinfect themselves on the airport in Harbin, Heilongjiang province, China, 15 January 2021. According to the National Health Commission, there are 144 COVID-19 new cases reported in mainland China on 15 January. China's northeastern Heilongjiang province on 13 January declared a state of emergency as the outbreak spreads. Suihua city on the border with Russia has been locked down as well as other small cities nearby. The latest outbreak happened in Hebei province near Beijing. The capital city Shijiazhuang, Xingtai and Langfang cities, are also sealed. Other provinces and cities have imposed strict measures and 14 days of quarantine for returning home residents. The Chinese government discourages people from traveling during the Lunar New Year festival, which is the biggest human migration in the world. The government advises citizens to stay safe and gather with their families online.  EPA-EFE/ALEX PLAVEVSKI
Starfsfólk við sótthreinsum á flugvellinum í Harbin í Heilongjang í Kína. Mynd: EPA-EFE - EPA
Hundrað og átján kórónuveirusmit greindust á meginlandi Kína síðasta sólarhring, níu fleiri en daginn áður. Flest voru smit í Jilin-héraði í norðausturhluta landsins eða fjörutíu og þrjú.

Þá voru þrjátíu og fimm smit staðfest í Hebei, sem nær umlykur svæðið í kringum höfuðborgina Peking. Í sjálfri höfuðborginni greindist einn smitaður í gær. Í Heilongjang greindust tuttugu og sjö með kórónuveirusmit, en mörg smitanna í Jilin eru rakin til farandsala sem kom þaðan.

Milljónum manna hefur verið fyrirskipað að halda sig heima vegna fjölgunar smita að undanförnu og óttast yfirvöld að ef ekki takist að hefta útbreiðsluna kunni að verða veruleg aukning á smitum í næsta mánuði þegar Kínverjar fagna nýju ári.