
Nýja Sjáland krefst COVID-vottorðs af ferðalöngum
Áður höfðu stjórnvöld í Nýja Sjálandi skyldað ferðalanga frá Bandaríkjunum og Bretlandi til að framvísa slíku vottorði en undanskilja nú aðeins Ástralíu frá kröfunni, nokkrar Kyrrahafsþjóðir og þá sem snúa aftur frá Suðurskautslandinu.
Chris Hipkins, ráðherra í málefnum COVID-19 í nýsjálensku ríkistjórninni, segir að fólk verði áfram skimað við komuna til landsins. Aðgerðirnar miði að því að draga úr fjölda tilfella sem berist til landsins, bregðast skjótt við smitum og draga úr hættu á smiti eins og mögulegt er.
Hipkins segir að landamæraaðgerðir ríkisins séu með þeim ströngustu í heiminum. Engin smit eru nú innanlands í Nýja Sjálandi og þau smit sem þar greinast hafa einskorðast við ferðamenn. Flestir ferðalangar þurfa að dvelja tvær vikur í sóttkví eftir komuna til landsins.