Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Nýja Sjáland krefst COVID-vottorðs af ferðalöngum

19.01.2021 - 10:51
epa08925533 People are seen in the baggage collection area after arriving on Virgin Australia flight VA318 from Brisbane at Tullamarine Airport in Melbourne, Australia, 08 January 2021. A cleaner at a Brisbane quarantine hotel, the Grand Chancellor was diagnosed with the UK variant of Covid-19 on Wednesday, Queensland Premier Annastacia Palaszczuk has announced that greater Brisbane will go into a three-day lockdown.  EPA-EFE/JAMES ROSS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA
Nýja Sjáland bættist í dag í hóp þeirra ríkja sem krefjast þess að ferðamenn sem þangað koma framvísi vottorði um neikvætt COVID-19 próf. Frá og með næsta mánudegi þurfa ferðamenn á leið til Nýja Sjálands að framvísa vottorði áður en þeir fara um borð í flugvélina.

Áður höfðu stjórnvöld í Nýja Sjálandi skyldað ferðalanga frá Bandaríkjunum og Bretlandi til að framvísa slíku vottorði en undanskilja nú aðeins Ástralíu frá kröfunni, nokkrar Kyrrahafsþjóðir og þá sem snúa aftur frá Suðurskautslandinu. 

Chris Hipkins, ráðherra í málefnum COVID-19 í nýsjálensku ríkistjórninni, segir að fólk verði áfram skimað við komuna til landsins. Aðgerðirnar miði að því að draga úr fjölda tilfella sem berist til landsins, bregðast skjótt við smitum og draga úr hættu á smiti eins og mögulegt er. 

Hipkins segir að landamæraaðgerðir ríkisins séu með þeim ströngustu í heiminum. Engin smit eru nú innanlands í Nýja Sjálandi og þau smit sem þar greinast hafa einskorðast við ferðamenn. Flestir ferðalangar þurfa að dvelja tvær vikur í sóttkví eftir komuna til landsins. 
 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV