Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Meintir fylgismenn Gülens handteknir í Tyrklandi

19.01.2021 - 08:24
Erlent · Asía · Tyrkland
epa08866570 Turkish police wearing face masks as they patrol around the Sultanahmet Mosque  during weekend lockdown in Istanbul, Turkey, 06 December 2020. Turkey imposed curfews on weekdays after 9pm and full weekend lockdowns with the exception of tourists to combat the spread of coronavirus, after a recent spike in Covid-19 infections and related deaths.  EPA-EFE/SEDAT SUNA
Tyrkneskir lögreglumenn. Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfirvöld í Tyrklandi hafa enn á ný gefið úr handtökuskipun á hendur meintum fylgismönnum klerksins og stjórnarandstöðuleiðtogans Fethullah Gülen, sem ráðamenn saka um að hafa staðið á bak við valdaránstilraunina í landinu árið 2016.

Samkvæmt tyrknesku fréttastofunni Anadolu í morgun var gefin út handtökuskipun á hendur 238 manns vegna meintra tengsla fólksins við Gülen. Meirihlutinn væri hermenn, þar á meðal um tuttugu foringjar í hernum. 

Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið meira en 80.000 manns eftir valdaránstilraunina og um 150.000 opinberir starfsmenn hafa misst vinnuna vegna gruns um stuðning við Gülen sem dvalið hefur undanfarin ár í útlegð í Bandaríkjunum. Hann vísar því á bug að hafa komið nærri valdaránstilrauninni.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV