Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Heilbrigðisráðherra Breta í sóttkví

19.01.2021 - 14:00
epa08931955 Britain's Health Secretary Matt Hancock during a visit to see the Covid-19 vaccinations at the grounds of Epsom Race Course, in Surrey, Britain 11 January 2021. The UK government has announced that mass vaccination centres will start operating from 11 January in London, Newcastle, Manchester, Birmingham, Bristol, Surrey and Stevenage.  EPA-EFE/DOMINIC LIPISNKI / POOL
 Mynd: EPA-EFE - PA
Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, er kominn í sex daga sjálfskipaða sóttkví eftir að smáforrit eða app bresku heilbrigðisþjónustunnar lét vita að hann hefði verið nálægt einhverjum sem hafði greinst með kórónuveiruna. Hancock tilkynnti á Twitter að af þessum sökum yrði hann að vinna heima næstu sex daga samkvæmt sóttvarnarreglum sem hann setti sjálfur. Hann fengi ekki að fara út fyrr en á sunnudag.

Vegna þessa spurði George Osborne, fyrrverandi fjármálaráðherra, á Twitter hvers vegna í ósköpunum væri ekki búið að bólusetja Matt Hancock gegn kórónuveirunni. Þar sem búið væri að bólusetja milljónir breskra heilbrigðisstarfsmanna hefði ekki verið hægt að sjá af einum skammti handa sjálfum heilbrigðisráðherranum.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV