Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

12 milljónir til verslunar í strjálbýli

Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Tólf milljónum króna hefur verið úthlutað úr ríkissjóði til þriggja verslana í strjálbýli. Markmiðið er að styðja verslun fjarri stórum þjónustukjörnum. Fimm verslanir sóttu um styrki.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki, sem eru veittir á grundvelli byggðaáætlunar. Þar af var 12 milljónum króna úthlutað til verslunar í strjálbýli fyrir árið 2021.

Þrjár verslanir hlutu styrki:
Hríseyjarbúðin - 1.000.000.-
Kauptún á Vopnafirði - 5.200.000.-
Verslun á Reykhólum - 5.800.000.-

„Markmið með framlögunum er að styðja verslun í skilgreindu strjálbýli fjarri stórum þjónustukjörnum, þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar. Framlögin eiga að bæta rekstur verslana og skjóta frekari stoðum undir hann, til dæmis með samspili við aðra þjónustu, breyttri uppsetningu í verslunum og bættri aðkomu,“ segir í tilkynningu frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

Alls bárust fimm umsóknir fyrir árið 2021 þar sem sótt var samtals um tæplega 35 milljónir króna.