Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Grænhöfðaeyjar draga sig úr leik á HM

epa08940449 Cape Verde's Leandro Semedo (C) in action against Hungary's Petar Topic (L) and Hungary's Bence Nagy (R) during the match between Hungary and Cape Verde at the 27th Men's Handball World Championship in Cairo, Egypt, 15 January 2021.  EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat / POOL
 Mynd: EPA

Grænhöfðaeyjar draga sig úr leik á HM

18.01.2021 - 14:07
Lið Grænhöfðaeyja hefur loksins dregið sig úr keppni á heimsmeistaramóti karla í handbolta. Hópurinn hefur glímt við mikil vandræði vegna kórónuveirasmita og Grænhöfðaeyjar þurftu af þeim sökum að gefa leik sinn gegn Alfreð Gíslasyni og hans mönnum í Þýskalandi í A-riðli í gær.

Grænhöfðaeyjar hafa ekki náð í 10 manna lágmarks hóp en margir töldu að handknattleikssamband þjóðarinnar myndi draga liðið úr keppni áður en fyrsti leikur HM færi fram líkt og Tékkar og Bandaríkjamenn höfðu gert fyrir mót. 

Leikmenn Hollands höfðu farið í skimun og voru tilbúnir að ferðast til Egyptalands sem þriðja varaþjóð í stað Grænhöfðaeyja eins og Erlingur Richardsson, landsliðsþjálfari Hollendinga, greindi frá í samtali við RÚV í síðustu viku. 

Ekkert varð þó að því og nú er ljóst að mótherjar sem áttu að mæta Grænhöfðaeyjum í A-riðli og í Forsetabikarnum fá dæmdan 10-0 sigur.

Þar með er ljóst að Úrúgvæ fer áfram í milliriðla úr A-riðli ásamt Þýskalandi og Ungverjalandi en Úrúgvæar keppa á HM í fyrsta skipti.

Tengdar fréttir

Handbolti

„Búið að afpanta flugið mitt til Íslands“