Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Fyrsti þingfundur eftir jólafrí

18.01.2021 - 07:05
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí. Þingfundur hefst klukkan 15 og á dagskrá eru óundirbúnar fyrirspurnir og beiðni þingmanna Pírata og Flokks fólksins um úttekt á starfsemi Vegagerðarinnar.

Þingmennirnir biðja þar um að ríkisendurskoðandi geri úttekt á Vegagerðinni þar sem meðal annars verði fjallað um hvernig stjórnsýslu hennar sé háttað, hvernig fjármunir séu nýttir og hvaða gæðakröfur séu gerðar til að tryggja öryggi vegfarenda við vegaframkvæmdir sem Vegagerðin býður út.

Þá flytur Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra munnlega skýrslu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og í kjölfarið verður ein umræða.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir