Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Alma, Þórólfur og Rögnvaldur á upplýsingafundi í dag

Mynd með færslu
 Mynd: Almannavarnir
Upplýsingafundur Almannavarna verður haldinn í dag klukkan 11:00. Þar verða Alma D. Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.

Fundurinn verður sendur út í sjónvarpi, í útvarpi á Rás 2 og hér á vefnum, ruv.is. Á vefnum verður einnig aðgengilegt beint textastreymi fréttastofu.

Búast má við að ræddar verði þær tilslakanir sem tóku gildi í síðustu viku og staðan á kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Þá má vera að einnig verði ræddar nýjar reglur á landamærunum en nú eru allir komufarþegar skyldaðir í tvöfalda skimun og sóttkví, í stað þess að eiga einnig kost á tveggja vikna sóttkví án skimunar. Um það leyti sem fundurinn byrjar verður greint frá því hversu mörg kórónuveirusmit greindust í gær, innanlands og á landamærunum.