Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Var ekki í einangrun og fluttur smitaður í farsóttarhús

17.01.2021 - 07:51
Mynd með færslu
 Mynd: ÞórÆgisson - RÚV
Verkefni lögreglunnar í gærkvöldi og nótt voru nokkuð hefðbundin, segir í dagbókarpósti lögreglunnar í morgun. Hún hafði meðal annars upp á einum manni sem hafði greinst með Covid-19 við komuna til landsins en var ekki í einangrun. Maðurinn var fluttur í sóttvarnarhús.

Nokkuð var um ökumenn sem keyrðu undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Einn þurfti að gista fangaklefa þar sem hann hafði valdið umferðaróhappi. Fimm líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu, engin þeirra meiriháttar, en fjórir voru handteknir og gistu fangageymslur vegna þeirra. Einn var handtekinn við að brjótast inn í bíla í miðbænum og verður hann yfirheyrður fyrir hádegi í dag.

Engin greindist með smit innanlands í gær. Hins vegar herma heimildir fréttastofu að töluvert hafi verið um smit meðal farþega í vélum sem komu til landsins í fyrrinótt, en nýjar smittölur fást fyrir hádegi í dag.

sunnav's picture
Sunna Valgerðardóttir
Fréttastofa RÚV