Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Þungt í Frederiksen vegna breska afbrigðisins

epa08452070 Prime Minister Mette Frederiksen during a press conference in the Prime Minister's Office in Copenhagen, Denmark, 29 May 2020. The government advises against travelling to countries other than Germany, Norway and Iceland until August 31st.  EPA-EFE/Liselotte Sabroe  DENMARK OUT
 Mynd: EPA
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist áhyggjufull vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi.

Nýjum tilfellum fer fækkandi í landinu en tilfellum breska afbrigðsins fjölgar. Frederiksen skrifaði á Facebook-síðu sína í dag að Danir fái ekki nógu mikið af bóluefni til að hafa betur í baráttunni við veiruna og þess vegna þurfi að sjá til þess að smitstuðullinn lækki.

Hún segir jafnframt að aukinn þrýstingur á tilslökunum varðandi heimsóknir á hjúkrunarheimili hjálpi ekki til og svar hennar við því eigi eftir að valda mörgum vonbrigðum. Það er að halda þurfi í horfinu, slaka hvergi á því ella missum við stjórn á ástandinu.