Fréttavefur New Yorker birti í dag 12 mínútna langt myndskeið sem var tekið innan úr þinghúsinu í Washington 6. janúar. Fyrrverandi hermaður og fréttaritari New Yorker, Luke Mogelson, var viðstaddur ræðu Bandaríkjaforseta við National Mall þann dag, og var búinn undir það að óeirðir mundu brjótast út.