Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

New Yorker birtir lygilegt myndband innan úr þinghúsinu

17.01.2021 - 18:47
Mynd með færslu
 Mynd: New Yorker - New Yorker (skjáskot)
Fréttavefur New Yorker birti í dag 12 mínútna langt myndskeið sem var tekið innan úr þinghúsinu í Washington 6. janúar. Fyrrverandi hermaður og fréttaritari New Yorker, Luke Mogelson, var viðstaddur ræðu Bandaríkjaforseta við National Mall þann dag, og var búinn undir það að óeirðir mundu brjótast út.

Myndbandið með frétt New Yorker má nálgast hér 

Þegar Donald Trump hafði lokið ræðu sinni fyrr um daginn fylgdi Mogelson mótmælendunum eftir og inn í þinghúsið, með símamyndavél á lofti. Myndskeiðið sýnir fólkið, hvíta karla í miklum meirihluta, ryðjast inn í salinn, öskra, ákalla Jesú Krist, taka myndir af skjölum, brjóta og bramla. Þá sést sömuleiðis hvernig ráðvilltur lögreglumaður, eða öryggisvörður, reynir að biðja mennina að fara úr þingsalnum, með afskaplega slöppum árangri. Búist er við að á milli 20.000 og 25.000 hermenn verði í Washington DC nú í vikunni í aðdraganda vígsluathöfn Joe Biden, verðandi forseta.