Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Lúmsk glerhálka á höfuðborgarsvæðinu

17.01.2021 - 08:10
Mynd með færslu
 Mynd: Brynjólfur Þór Guðmundsson - RÚV
Fljúgandi hálka er víða á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið og rétt er að vara ökumenn við því. Glæran sést ekki vel á götum og hálkan því lúmsk. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er greiðfært á Reykjanesbraut, en vetrarfærð í flestum landshlutum, hálka, hálkublettir og snjóþekja.

Kólnandi, él og slydduél í kortunum

Í dag er vestlæg eða breytileg átt á landinu, víðast hvar fremur hæg en þó allt að 13 m/s austast á landinu. Nokkur úrkoma verður norðaustanlands, snjókoma inntil landsins en slydda við sjóinn. Í öðrum landshlutum verða él eða slydduél. Í nótt snýst síðan í norðanátt sem mun ríkja fram að næstu helgi með éljum um norðanvert landið en bjartviðri syðra og kólnandi veðri.

sunnav's picture
Sunna Valgerðardóttir
Fréttastofa RÚV