Lögreglan í Ekvador lagði hald á eitt komma þrjú tonn af kókaíni sem átti að flytja til Eistlands. AFP fréttastofan hefur þetta eftir Patricio Pazmino, innanríkisráðherra Ekvadors. Eiturlyfin voru falin í gámi á bryggjunni í Guayaquil, þar sem lögregluhundur þefaði þau uppi.