Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Lagt hald á yfir tonn af kókaíni í Ekvador

17.01.2021 - 08:04
Mynd með færslu
 Mynd:
Lögreglan í Ekvador lagði hald á eitt komma þrjú tonn af kókaíni sem átti að flytja til Eistlands. AFP fréttastofan hefur þetta eftir Patricio Pazmino, innanríkisráðherra Ekvadors. Eiturlyfin voru falin í gámi á bryggjunni í Guayaquil, þar sem lögregluhundur þefaði þau uppi. 

Fyrr í mánuðinum greindi lögreglan frá því að lagt hafi verið hald á 128 tonn af eiturlyfjum í Ekvador á síðasta ári, sem er um 18 tonnum meira en lögregla náði á metárinu 2016.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV