Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Konan lést í gærkvöldi eftir slysið í Skötufirði

17.01.2021 - 10:41
Mynd með færslu
 Mynd: - - Pexels
Konan sem var í bílnum sem hafnaði í sjónum í Skötufirði í gærmorgun, lést seint í gærkvöldi. Ungt barn hennar og eiginmaður eru enn á sjúkrahúsi undir læknishöndum. Konan, Kamila Majewska, var á þrítugsaldri og búsett á Flateyri ásamt fjölskyldu sinni. Þau voru á leið heim til sín í sóttkví eftir að hafa komið til landsins frá Póllandi um nóttina.

Lögreglan á Vestfjörðum vottar vinum og fjölskyldu Kamilu sína dýpstu samúð. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að Kamila hafi látist á gjörgæsludeild Landspítalans seint í gærkvöldi. Eiginmaður hennar og ungtbarn njóta læknisaðstoðar í Reykjavík og ekki tímabært að veita frekari upplýsingar um líðan þeirra.

„Eins og kom fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni í gær fór stór hluti viðbragðsaðila í úrvinnslusóttkví vegna aðkomu þeirra að lífsbjargandi aðgerðum. Á annan tug þeirra hafa dvalið, síðan í gær, í sóttvarnahúsi sem opnað var í Önundarfirði. Vonir standa til að niðurstaða fáist síðar í dag um hvort hægt sé að aflétta sóttkvínni.”