
Hart lagt að Rússum að láta Navalny lausan
Dismayed by the arrest & detention of #Russian opposition leader Alexei @navalny after arriving in #Moscow today. Urging #Russian authorities to release him without delay. Russia must come clear regarding the circumstances of his #Novichok poisoning as documented by the #OPCW
— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) January 17, 2021
Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir handtökuna algerlega óásættanlega og leggur fast að Rússum að leysa hann þegar úr haldi.
The detainment of Alexey #Navalny upon arrival in Moscow is unacceptable.
I call on Russian authorities to immediately release him.
— Charles Michel (@eucopresident) January 17, 2021
Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joe Biden viðtakandi Bandaríkjaforseta, er á sama máli. Hann segir Rússa eiga að frelsa Navalny umsvifalaust og þeim refsað sem ráðast að lífi hans með þessum hætti.
„Árásir stjórnvalda í Kreml á Navalny eru ekki aðeins mannréttindabrot, heldur lítilsvirðing við Rússa sem vilja að á þá sé hlustað,“ tísti Sullivan fyrr í kvöld.
Mr. Navalny should be immediately released, and the perpetrators of the outrageous attack on his life must be held accountable. The Kremlin’s attacks on Mr. Navalny are not just a violation of human rights, but an affront to the Russian people who want their voices heard.
— Jake Sullivan (@jakejsullivan) January 17, 2021
Gabrielius Landsbergis utanríkisráðherra Litháens tekur í sama streng og krefst þess að Evrópusambandið grípi þegar til refsiaðgerða gegn Rússum vegna handökunnar. Hann segir að þau sem beri ábyrgð þurfi að taka afleiðingum gerða sinna.
Fleiri þjóðarleiðtogar hafa tjáð sig með svipuðum hætti í kvöld, Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs og Jeppe Kofod danskur starfsbróðir hennar.
Navalny sneri frá Þýskalandi til Rússlands í dag eftir að eitrað var fyrir honum í ágúst, þrátt fyrir viðvaranir um að hann gæti átt handtöku yfir höfði sér.
Fréttin var uppfærð kl. 21:41.