Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Telur þverpólitíska sátt um fjölmiðlafrumvarpið

16.01.2021 - 11:31
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir það ekki jákvæða þróun að fréttir Stöðvar 2 verði í læstri dagskrá en vonar að ef Alþingi samþykkir fölmiðlafrumvarp hennar sem kveður á um styrki til einkarekinna fjölmiðla, geti Stöð 2 fallið frá þessari ákvörðun.

„Það jákvæða í þessu er það að það er til fjölmiðlafrumvarp og nú bíð ég eftir því að Alþingi samþykki það. Ég er sannfærð um að það muni aðstoða hina einkareknu fjölmiðla,“ segir Lilja.

- Finnst þér það slæmt að fréttirnar eru að fara í læsta dagskrá?
„Já mér finnst mjög mikilvægt og ég horfi á allar fréttir þannig að mér finnst það ekki jákvæð þróun en ég held hins vegar að við þurfum að líta til þeirra aðgerða sem við höfum gripið til og hvað er nú þegar búið að vinna að. Mér sýnist að það sé að myndast þverpólitísk sátt um fjölmiðlafrumvarpið sem er jákvætt.“

- Hvað í því myndi koma í veg fyrir að Stöð 2 þyrfti að grípa til þessara aðgerða? 
„Það er aukinn stuðningur við fjölmiðla þannig að þeir ættu að geta nýtt sér það.“

- Þannig að þú heldur að þeir geti fallið frá þessari ákvörðun?
„Ég vona það já.“
 

 

Valgeir Örn Ragnarsson
Fréttastofa RÚV
johann's picture
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
Fréttastofa RÚV